Kapp í heimilisfólki
24. mars 2007 | 1 aths.
Þegar Alexandra tók eftir því að hún var dottin út af high-score listanum á Desktop Tower Defence bretti hún upp ermar og kom sér inn á listann aftur með glæsibrag. Ég gat auðvitað ekki látið mitt eftir liggja...
Það verður að teljast henni til hróss að þetta var bara í annað skipti sem hún fer í leikinn, og 2931 stig er ekki amalegt (og dugðu í 4. sætið). Þegar hún fór út að erindast settist ég við og náði 2954 til að tylla mér í 4. sætið.
Í framhaldi af þessu rifjaði ég upp helstu viskukorn Sun Tzu og eftir íhugun reyndi ég aftur með nýrri strategíu og þannig tókst mér að klára leikinn með 5604 stig og 18 líf í pokahorninu.
Ég er því aftur orðinn meistari listans (a.m.k. þar til fleiri átta sig á mætti uppfærslunnar).
Alex mun a.m.k. ekki una sér hvíldar fyrr en hún klárar leikinn líka...
Athugasemdir (1)
1.
Mummi reit 24. mars 2007:
Ansans. Þarf maður nú að taka aðra syrpu... ;)
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry