apríl 2007 - færslur


Ekki dauður enn

Færsluþurrð undanfarinna daga er ekki til marks um að ég sé dauður úr öllum æðum, heldur einfaldlega að ég hafi verið latur að skrifa...

Eplin batna bara

Á föstudaginn fórum við Alex í leikhús með starfsmannafélagi Hugsmiðjunnar. Þar sáum við Epli og eikur aftur (og ég þar með fyrri þátt í fjórða sinn). Þetta var án efa besta sýningin sem ég hef séð hingað til.

Sparkað í Microsoft-dekkin

Nú um stundir skilst mér í tísku að stærri íslensk fyrirtæki séu að íhuga að taka upp Microsoft Sharepoint sem kerfi fyrir sína innri vefi og jafnvel ytri. Dæmi um ytri vef sem er unninn i SharePoint mun vera vefur Microsoft um Vista stýrikerfið. Í gær prófaði ég aðeins að gægjast undir húddið og sparka í dekkin.

Ítarleg pólitísk yfirborðsgreining

Mér sýnist allt stefna í að ég nýti minn lýðræðislega rétt til að skila auðu í komandi stórkosningum þann 12. maí. Hins vegar veit ég enn ekkert hvað ég geri þegar kemur að alþingiskosningunum fyrr um daginn.