08. maí 2007 | 1 aths.
Minns mætti í vinnuna í morgun í spariskyrtu og buxum með broti. Það stafaði ekki af nýjum dresskóða í vinnunni, heldur var ég að fara á kynningarfund vegna stórs útboðs sem er í gangi og var að reyna að feika örlítinn trúverðugleika.
09. maí 2007 | 0 aths.
Þegar ég kom heim í dag beið mín ársskýrsla Bakkavarar Group fyrir 2006. Þónokkur doðrantur með margvíslegum upplýsingum bæði fyrir fagidjóta og venjulega idjóta (eins og mig).
11. maí 2007 | 1 aths.
Eftir systkinahitting yfir grilluðum lærissneiðum og Júróglápi situr fátt eftir minnisstætt af keppninni annað en orð sem Sigmari bróður verður eflaust strítt á um ókomna tíð; fánahommi.
11. maí 2007 | 0 aths.
Í umræðum undanfarinna vikna um stóriðjustefnu, virkjanir og annað hef ég smám saman komist að því að ég er ekki mótfallinn virkjunum, og ekki endilega stóriðju heldur. Hins vegar er ég alfarið á móti fleiri álverum (og framhaldslífi núverandi ríkisstjórnar).
13. maí 2007 | 0 aths.
Makkinn hennar Alex virtist hafa verið að hægja á sér undanfarið og var orðinn óþægilega hægvirkur. Ég reyndi að grúska í því hvort einhver forrit væru að valda vandræðum en varð ekki var við neitt slíkt, smá vefleit leiddi mig hins vegar að nokkru sem ég held að fæstir makkanotendur viti af en geti hins vegar nýst ansi mörgum (a.m.k. hresstist umræddur sjúklingur verulega).
13. maí 2007 | 1 aths.
Það hefur mikið verið talað undanfarið um nágrannatengsl í Júróvisjón, en enginn komið með tillögu að því hvernig hægt sé að mæla þennan áhrifaþátt. Innblásinn af bókinni Freakonomics kynni ég hér með til sögunnar hagfræðilíkan júróvisjónnágrannaáhrifa eða The Stefansson Eurovision Song Contest Neighbour-Effect Theorem.
31. maí 2007 | 0 aths.
Í gær var ég á maraþonlöngum húsfundi og er núna nýkominn af fyrri aðalfundi Hugleix. Þar var ég kosinn í varastjórn en var frelsinu svo feginn að ég stakk af um leið og fundi var slitið og missti þar með af mínum fyrsta stjórnarfundi.