Skattur og Sko

Í dag skilaði ég skattskýrslunni, heilum þremur dögum áður en framlengdi skilafresturinn rann út.

Sömuleiðis skráði ég mig í farsímaþjónustu Sko. Þar með stefni ég á að hætta í frelsisáskrift Símans sem ég hef verið í síðan ég kom frá Danmörku.

Ég reyndi einhvern tíman að finna mér heppilegan áskriftarflokk hjá Símanum, en gafst upp á miðri leið í Betri Leið frumskóginum.

Þannig að nú verður það Skoið sem skipt skal við. Alex er þegar búin að skipta og við huxum okkur gott til glóðarinnar að geta talað saman ofboðslega mikið og lengi og ókeypis í farsíma.

(Svona þegar við erum ekki að spjalla á MSN milli herbergja.)

Símanúmerið verður óbreytt, þannig að þessi breyting ætti ekki að valda teljandi röskun á umheimssambandi mínu.


< Fyrri færsla:
Upprennandi Wii meistari?
Næsta færsla: >
Í eigin fótspor
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry