apríl 2008 - færslur


Í eigin fótspor

Er nokkuð verra að feta í eigin fótspor heldur en annarra? Að vísu fylgir slíku athæfi hættan á að leita í hringi, en minnka má þá hættu með leikrænum tilþrifum þegar við á.

Einhver smá bilun...

Þegar ég slökkti á aprílgabbinu rétt í þessu komst ég að því að það er eitthvað bilað í kommentakerfinu mínu. Svo virðist sem notendur geti ekki lengur hakað við "mundu mig" án þess að fá villuboð.

Skruppum til Prag

Við skötuhjúin fórum í nokkurra daga ferð til Prag fyrr í mánuðinum. Ég hafði hugsað mér að skrifa ítarlega ferðasögu en ekki hefur orðið af því enn. Hins vegar má benda á að myndir úr ferðinni eru komnar í myndaalbúmið.

Aðeins ein aukasýning

Ætluð lokasýning á 39½ viku var síðastliðinn miðvikudag fyrir troðfullu húsi. Nú er búið að setja á eina aukasýningu næstkomandi föstudag.

Skildir að skiptum

Þá er komið að því að leiðir okkar kúgaða eiginmannsins Guðmundar skilji fyrir fullt og fast. Eftir því sem ég best veit.

Kominn á Twitter

Jæja, þá er ég búinn að skrá mig á Twitter. Það á svo eftir að koma í ljós hversu virkur ég á eftir að verða þar.

Ég orðinn orðtekinn

Borgar vinnufélagi minn fór þess á leit við mig um daginn að fá aðgang að textunum úr þessari dagbók til að nýta í orðaverkefni sín. Það var sjálfsagt mál og fróðlegar niðurstöður lágu fljótlega fyrir.