Skáfrændi!

Hanna Birna og Jesper eignuðust dóttur í fyrradag (20. sept.) og ég er þar með orðinn skáfrændi. Mér hefur verið falið það framtíðarverkefni að tala íslensku við dömuna til að hjálpa til við að tvítyngja hana (sem er ekki eins skelfileg athöfn og sagnorðið hljómar).

Samkvæmt upplýsingum í SMS fæddist daman 3,5 kg og 51 cm og gekk allt eins og í sögu.

Þær mæðgur ættu að koma heim í dag og ég reyni að heilsa fljótlega upp á familíuna, hugsanlega um helgina. (Ef einhverjir heima vilja gera mig að umboðsmanni í sængurgjafaburði er það sjálfsagt mál, sendið mér línu sem fyrst).


< Fyrri færsla:
Sunnudagur í skóla
Næsta færsla: >
Sjáið verkið á undan höfundinum!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry