Móðir allra leikja

Líkt og í öllum grunnáföngum í forritun höfum við í mínum PHP kúrsi fengið það verkefni að búa til forrit sem velur tölu og býður notandanum að giska á hver hún er. Mín útgáfa hefur nú verið lögð fram. Óþolandi kommentin eru mín uppfinning og þess má geta að mitt persónulega met er að finna réttu töluna í annarri tilraun.

Þeir lesendur sem hafa ekkert annað að gera geta dundað sér við að skoða View Source og komast að því hvernig ég fel raunverulegu töluna...

Aðrir geta fengið sér í staupinu.

Góða skemmtun.


< Fyrri færsla:
Pløgg spløgg
Næsta færsla: >
Danir... eru økológískir
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry