Smá grafíkgrobb

Útprentun og gormun á skýrslunni gekk áfallalaust fyrir sig og við vorum komin með tilbúin eintök í hendur um kvöldmatarleytið. Fínt að vera með gripina í höndum og ekki laust með að ég sé helvíti ánægður með forsíðuhönnunina.

Upphaflega setti ég upp ósköp klassíska textaforsíðu með nafninu Vores Øl í leturgerðinni sem grafíski hópurinn hefur valið. Til þess að brjóta aðeins upp symmetríuna setti ég nöfnin okkar til hliðar á síðunni. Stelpurnar voru ekki sáttar og fannst vanta myndskreytingu og liti. Eftir nokkrar tilraunir varð niðurstaðan þessi með smá fótósjoppleikfimi af minni hálfu. Líklega ein flottasta skýrsluforsíðan sem ég hef skilað af mér á ferlinum.

Forsíðan skýrslunnar okkar

Fyrst ég er byrjaður að monta mig af hönnunartilþrifum mínum læt ég mína tillögu að lógói fyrir open source bjórinn okkar fljóta með:

Tillaga að lógói fyrir bjórinn

Grunnformið ætti að skýra sig sjálft fyrir þá sem séð hafa danskt ö. Hugmyndin að yfirstrikaða © merkinu kemur reyndar ekki frá mér, en það að nota Creative Commons CC merkið sem grunn að kórónu er hins vegar mín hugmynd.

Hugmyndin er að stæla klassíska bjórflöskuhönnun og gera mögulegt að nota alls konar leturgerðir með, t.d. gæti gyllt lógó á rauðum grunni litið svona út:

Tillaga að gylltu lógói fyrir bjórinn

Því miður (að mínu áliti) féll grafíski hópurinn ekki fyrir þessu. Ég veit reyndar enn ekki hvernig vefurinn okkar kemur til með að líta út! En þar sem þau þurfa að skila tilbúnum vef (með grafík) fyrir klukkan 3 á morgun ættu línur að skýrast á næstunni...

Ég neita því ekki að þetta hefur farið svolítið í mínar fínustu, en ég reyni að láta það ekki hafa áhrif á okkar vinnu og að skipta mér ekki af þeirra vinnu (eða skort þar á).


< Fyrri færsla:
Í prentaranum, dúa...
Næsta færsla: >
Projektet afleveret!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry