Uppfærður moggi
19. desember 2004 | 0 aths.
Jólakortavef mbl.is sem ég tuðaði yfir um daginn hefur nú verið breytt og er miklu gábbulegri eftir en áður. Ég þori ekki að fullyrða að mitt tuð hafi haft áhrif á það, en hef þó eftir áreiðanlegum heimildum að moggatoppum hafi verið sendar athugasemdir mínar.
Ég er reyndar ekki 100% viss um að boxið í hægra horni sé á allra besta stað, það fellur svolítið saman við auglýsingasúpuna sem umkringir allt meginmál á mbl. En boxið er margfalt skýrara en textinn sem var í fyrri útgáfunni. Allt annað líf.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry