Vor í lopti
06. janúar 2005 | 0 aths.
Það er töluverður munur á loftslagi hér og heima á klakanum þessa dagana. Hér er auð jörð og vorblíða og undanfarna daga hefur verið um tíu stiga hiti og heiðskír himinn.
Fyrsta morguninn brá mér þegar ég vaknaði við vekjaraklukkuna í gemsanum klukkan átta og fannst fyrst að götuljósin væru óvenjulega björt, þegar ég áttaði mig á því að þetta var dagsbirta hélt ég að ég hefði klikkað á því að breyta klukkunni frá íslenskum tíma - en svo var ekki. Ef eitthvað er finnst mér bjartara núna en það var í nóvember.
Veðurspáin gerir svo ráð fyrir rigningu og roki um helgina. Mér til mikillar tilhlökkunar...

Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry