Systkinafjöld í stórborginni
15. febrúar 2005 | 0 aths.
Næstkomandi föstudag verður yfirgnæfandi hlutfall okkar systkinanna statt hér í danskri höfuðborg. Margrét er á leið í "menningarferð" að heilsa upp á vinkonur sínar og rifja upp kynnin við danskt öl (ef ég hef misskilið hana rétt). Elli á vinnuerindi til Þýskalands og millilendir í Köben á leiðinni til baka.
Það dæmist víst á mig að reyna að standa mig í hlutverki heimamanns og hafa tiltækt skemmtiprógramm. Fyrsti liður á dagskrá verður eflaust að reyna að sýna þeim báðum Fredagsbarinn á sama tíma. Áframhaldandi atburðarljós er óráðin.
Sigmar er hins vegar ekki væntanlegur í sína menningarreisu til höfuðborgarinnar fyrr en viku seinna.
Gaman að vera svona vinsæll.
(Reyndar viðurkennir eflaust ekkert systkina minna að aðalástæða heimsóknarinnar sé að hitta mig, en ég veit betur!)
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry