Kúkað með Elvis
26. febrúar 2007 | 4 aths.
Mamma Alex og litla systir eru í útlöndum með kærustunum. Fyrir vikið er Alexandra með kött mömmu sinnar, Elvis, í pössun.
Kettirnir eru því tveir þessa dagana; Elvis og Emil.
Það tíðkast hér að tala um ketti sem "syni" og Emil er þar með sonur Alex og þá hlýtur Elvis að teljast bróðir hennar (sem gerir hann aftur að mági mínum).
Kattasandskassinn er undir baðvaskinum og þar sem Elvis er ekki köttur sem lætur luktar hurðir aftra sér áttum við mágar saman óundirbúna "bonding" stund í gærkvöldi.
Athugasemdir (4)
1.
Elli reit 27. febrúar 2007:
Takk, takk
2.
Óskar Örn reit 28. febrúar 2007:
Tek undir með litla bró. Þetta er einmitt myndin sem mig langar að hafa fasta í kollinum það sem eftir lifir dags...!
3.
Jón H reit 28. febrúar 2007:
æi af hverju gerir þú þetta Þórarinn?
Það á eftir að taka mig nokkur misseri að losna við þetta úr hausnum.
Þú færð reikning fyrir sálfræðiaðstoðinni sem ég þarf með enda held ég að ég sé ekki tryggður fyrir þessu.
4.
Þórarinn sjálfur reit 28. febrúar 2007:
Leitt að heyra að þetta skuli hafa farið svona illa í ykkur drengir, en þetta var eftirminnilegt augnablik sem mér þótti rétt að færa til bókar.
Ég hef hins vegar lært af reynslunni og gæti þess að loka vandlega að mér þegar ég vil eiga prívat stundir.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry