Af sitthvoru taginu

Okkur var boðið í kvöldmat hjá Jóni Heiðari og Hallveigu, mikið gott og mikið gaman. Komum við í afmæli Þórðar svila á leiðinni heim og sötruðum nokkra bjóra.

Ég sá ekki leikinn í gærkvöldi, en samhryggist púllískum lesendum. Mínir menn hafa valdið mér vissum áhyggjum upp á síðkastið með varnaráherslum og sannfæringarskorti, en þeir gerðu það sem gera þurfti gegn Barcelona og nú er bara að halda út í deildinni.

Ef það verður fámennt í kröfugöngum dagsins í dag kenni ég útkomu Grand Theft Auto IV um. (Sjálfur er ég alveg saklaus af kynnum við þann leik.)

Ef sýnt verður frá kröfugöngum í sjónvarpinu í kvöld er ég gaurinn með rauða borðann sem á stendur "Nördar eru líka fólk!" (skrifað í Binary).

Ég held áfram að fikta í tístinu mínu. Fullsnemmt að gefa út vottorð um lífslíkur þeirrar tilraunar, en spurning hvort ég reyni ekki að koma á beintengingu hingað inn. Spurningin aðallega hvort ég gríp eitthvað tilbúið eða skrifa míns eigins PHP.

Uppfært: Skellti inn tilbúnu javascripti í hægri vænginn á forsíðunni svona til að byrja með. Sé til með PHP lausn seinna.

Skemmtileg Twitter-tengd virkni: Twistori.com. (Að vísu höktir þetta svolítið í FF á Makka, en þá er bara málið að refresha þar til hinar fleygu setningar taka að líða yfir skjáinn. Helvetica nýtur sín a.m.k. vel í Makkanum).

Mér finnst Blue Lounge vera með mikið af flottum hlutum (sem aftur byggja á flottum hugmyndum). Skrifborðið mitt/okkar hefði alveg gott af nokkrum vel völdum græjum þaðan.


< Fyrri færsla:
Ég orðinn orðtekinn
Næsta færsla: >
Heimaleikfimi er heilsubót
 


Athugasemdir (2)

1.

Mummi reit 08. maí 2008:

Sæll gamli. Vildi bara láta þig vita að ég sá 40 ára gamla mynd af þér núna áðan :)

2.

Þórarinn sjálfur reit 09. maí 2008:

Ég eldist vel, ekki satt?

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry