Enn bissí

Fyrirlestrarnir í gær voru áhugaverðir, sérstaklega var Christina Wodtke mjög skemmtilegur fyrirlesari og hélt snarpa og skemmtilega tölu um framtíðarviðfangsefni Information Architecture. Nú er ég að koma af maraþon vídeófundi með ráðgjafa okkar í Vores øl verkefninu og er á leið heim til móts við myntvaskið til að ráða niðurlögum óhreinatausstaflans.

Verkefnið (ölið) mjakast áfram en það er mörgum spurningum ósvarað. Næstu dagar verða fróðlegir í því samhengi. Strangt til tekið er minn hópur búinn að afsala sér öllum völdum yfir útlitshönnun, en ég get samt ekki stillt mig um að vera aðeins með puttana í því. (Óþekkur strákur.)

Ætla að taka upp bætta siði á næstu dögum, setja mig í sjónvarpsbindindi, fara fyrr að sofa og reyna að komast fram úr rúminu innan við klukkutíma eftir að vekjaraklukkan byrjar að hringja. Þetta síðasttalda verður erfitt.

Ítarlegri dagbókarfærslur bíða betri tíma, en í stuttu máli hef ég það hreint prýðilegt, en er venju fremur morgunlatur. Er enn ekki nettengdur heima og veit ekki hvenær það text.

Jamm, farinn heim. Óhreinar brækur bíða.


< Fyrri færsla:
Soldið bissí
Næsta færsla: >
Menningarpløgg
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry