Að drepast ofan í klofið á sér

Mikið væri gaman ef ég gæti veitt lesendum innsýn í klámbarninginn sem nú hellist millum lima í höfundahópi Hugleiks. (Tæknilega séð gæti ég það auðvitað, en ég held að það sé meira viðeigandi að halda þessum húmor innan hópsins.)

Allt byrjaði þetta þegar doktor Tóta hafði af því áhyggjur hvort Hugleikur væri að drepast ofan í klofið á sér. Hafa klámhundar hópsins í gegnum tíðina viðrast upp af minna tilefni en kloftali og ekki að sökum að spyrja að alls kyns skeyti og kveðlingar hafa fyllt upp pósthólf í höfundahópnum undanfarna daga. Í fljótu bragði held ég að mér sé óhætt að fullyrða að enginn þeirra hafi gægst yfir mittisstað. Sjálfur er ég ekki alsaklaus...

Varir mínar eru hins vegar innsiglaðar. (Og lyklaborð.)


< Fyrri færsla:
Menningarpløgg
Næsta færsla: >
Sjónvarpsbindindi og þrumuflassbakk
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry