Að plögga Rokki
01. maí 2010 | 0 aths.
Rokk er gamanleikur með hörkutónlist um tvær hljómsveitir sem deila æfingahúsnæði. Önnur hljómsveitin er strákahljómsveit en hin skipuð stelpum og það eru því fjölmörg tækifæri fyrir okkur höfundana til að etja grúppunum saman (og rugla saman reitum hljómsveitarmeðlima).
Aðalástæðan fyrir því að ég hef ekki verið duglegri við að reka áróður hér (fyrir utan að þessi vefur hefur legið í hálfgerðum dvala undanfarið) er hreinlega sú að aðsókn hefur verið framar vonum. Það hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa og aukasýningarnar tvær sem settar hafa verið á dagskrá eru um það bil hálfbókaðar þegar hér er komið sögu.
Áhorfendur hafa verið ánægðir og sérlegur leiklistargagnrýnandi Leiklist.is gaf okkur glimrandi umsögn.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry